Rykið dustað af gömlum ESB greinum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. mars 2023 07:30 Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun