Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 12:29 Það hefur heldur betur hitnað í kolunum í framboðsslagnum hjá VR. vísir/vilhelm Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. „Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Nú er mér allri lokið. Hvaða lygavef er nákvæmlega verið að spinna í höfuðstöðvum Ragnars Þórs Ingólfssonar um mig?!“ spyr Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars, á Facebook. Elva segir lygar, óheiðarleika og falsfréttir hafa einkennt kosningabaráttu Ragnars Þórs, sem og formannstíð hans, og að málflutningur hans og félaga hans um „VG konuna ógurlegu sem boðar bara teboð með atvinnurekendum“ sé ekkert nema hræsni. Í þessu samhengi nefnir Elva að Helga Ingólfsdóttir, stjórnarkona og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sé einn „dyggasti þjónn“ Ragnars. Þá sé Ásta Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, „annar dyggur þjónn“. „Ragnar Þór getur greinilega eftir allt saman unnið með öllum, þvert á flokkakerfið og sama hvort um launafólk eða atvinnurekendur er að ræða. Svo lengi sem viðkomandi tilheyra JÁ-kórnum og koma ekki "beint úr VG" auðvitað. Öll þrjú eiga þau það sameiginlegt að hafa gagngert beitt sér gegn mér með skrifum fullum af ósannindum og lýðskrumi, allt til að staðfesta lygarnar frá Ragnari Þór,“ segir Elva á Facebook. Stuðningsmenn Ragnars sakaðir um herferð gegn Höllu Elva deilir Facebook-færslu Guðbjargar Magnúsdóttur, sem segir frá því að hafa fengið símtal í gær þar sem hún var hvött til að kjósa ekki fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra; Höllu Gunnarsdóttur. „Helsta ástæðan var að það væri ekki gott að fólk úr pólítkinni hefði eitthvað með stéttarbaráttuna að gera. Með mikilli vinsemd benti ég hringjaranum á að í framboði til stjórnar væru tvær konur sem væru flokksbundnar í Sjálfstæðisflokknum, önnur þeirra, Helga Ingólfsdóttir, Ragnars kona, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðimanna í Hafnarfirði! Hringjarinn kom ofan af fjölllum, hafði ekki hugmynd um það, þrátt fyrir að vera sjálf flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum sem kom síðar fram í samtalinu!“ segir Guðbjörg. Sjálfur svaraði Ragnar Þór á Facebook nú fyrir stundu. Segir hann Elvu ítrekað hafa sakað sig um ósannindi og um að vera „klassískt dæmi um valdamikinn mann sem notfærir sér þekkingarleysi annarra til að bera út ósannindi og grafa undan lýðræðinu.“ Ragnar segist hafa lesið „ótrúlega ósanngjarna og illkvittna“ hluti um sig og sína persónu í kosningabaráttunni, frá stuðningsfólki Elvu. Hins vegar finni hann fyrir miklum stuðningi. „Ég hef kappkostað að láta kosningabaráttuna snúast um málefnin, verkefnin framundan og lausnir. Þau sem mig þekkja vita að ég hef ávalt unnið að heilindum og af mikilli ástríðu fyrir fólkið okkar í VR og samfélagið allt, og mun gera það áfram njóti ég stuðnings til þess. En það sem ég mun ekki gera er að láta draga mig niður á það plan sem mótframbjóðandi minn og stuðningsfólk hennar er komið á og hefur ítrekað reynt að beina umræðunni á þann stað sem það vill helst vera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira