Blandað kerfi er allra hagur Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. mars 2023 09:30 Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun