Gettu betur lið MR í ár skipuðu þau Katla Ólafsdóttir, Steinþór Snær Hálfdánarson og Davíð Birgisson og lið FSu skipuðu þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson.
Menntaskólinn í Reykjavík hefur unnið keppnina alls 23 sinnum, langoftast allra framhaldsskóla. Næstu skólar á eftir MR eru Menntaskólinn á Akureyri og Kvennaskólinn í Reykjavík með þrjá sigra hvor.