Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:51 Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá kosningunum árið 2021 og aukist mikið frá því Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum. Stöð 2 Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41