Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 07:11 Kirby var nokkuð afdráttarlaus um tilraunir Kínverja til að stilla til friðar. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Kirby benti meðal annars á að stjórnvöld í Kína hefðu vikið sér hjá því að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og haldið áfram að kaupa olíu af Rússum á sama tíma og önnur ríki hefðu ráðist í umfangsmiklar refsiaðgerðir til að fylla ekki stríðskistur þeirra. Þá ætu Kínverjar upp áróður Rússa. Xi Jinping, forseti Kína, er farinn frá Moskvu en hann ítrekaði í gær þá afstöðu Kínverja að þeir væru hlutlausir og vildu leggja sitt af mörkum í þágu friðar. Á sama tíma lagði hann þó einnig áherslu á gott og náið samband sitt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Xi hefur boðið Pútín að heimsækja Kína síðar á þessu ári. Á sama tíma og Xi og Pútín funduðu í Moskvu heimsótti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Kishida fór meðal annars um Bucha og vottaði fórnarlömbum hroðaverka Rússa virðingu sína í kirkju í bænum. Fordæmdi Kishida grimmd innrásarhersins. Erlendir miðlar fjölluðu um mögulegt símtal milli Xi Jinping og Selenskí í aðdraganda heimsóknar fyrrnefnda til Moskvu. Var Xi sagður ætla að ræða við Selenskí eftir heimsóknina til Rússlands en engar frekari fregnir hafa borist af viðræðum milli leiðtoganna. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Kirby benti meðal annars á að stjórnvöld í Kína hefðu vikið sér hjá því að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu og haldið áfram að kaupa olíu af Rússum á sama tíma og önnur ríki hefðu ráðist í umfangsmiklar refsiaðgerðir til að fylla ekki stríðskistur þeirra. Þá ætu Kínverjar upp áróður Rússa. Xi Jinping, forseti Kína, er farinn frá Moskvu en hann ítrekaði í gær þá afstöðu Kínverja að þeir væru hlutlausir og vildu leggja sitt af mörkum í þágu friðar. Á sama tíma lagði hann þó einnig áherslu á gott og náið samband sitt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Xi hefur boðið Pútín að heimsækja Kína síðar á þessu ári. Á sama tíma og Xi og Pútín funduðu í Moskvu heimsótti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Kishida fór meðal annars um Bucha og vottaði fórnarlömbum hroðaverka Rússa virðingu sína í kirkju í bænum. Fordæmdi Kishida grimmd innrásarhersins. Erlendir miðlar fjölluðu um mögulegt símtal milli Xi Jinping og Selenskí í aðdraganda heimsóknar fyrrnefnda til Moskvu. Var Xi sagður ætla að ræða við Selenskí eftir heimsóknina til Rússlands en engar frekari fregnir hafa borist af viðræðum milli leiðtoganna.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira