Bandaríski seðlabankinn hækkar líka vexti Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. mars 2023 07:46 Vextir í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri síðan á því herrans ári 2007. AP Photo/Seth Wenig Bandaríski Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti í landinu þrátt fyrir áhyggjur manna af því að slík aðgerð gæti aukið á óróann á fjármálamörkuðum en þar í landi hafa bankar verið að lenda í miklum vandræðum. Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Vextirnir voru að þessu sinni hækkaðir um 25 punkta og verða því hér eftir fimm prósent og hafa ekki verið hærri þar í landi síðan árið 2007. Þetta var níunda vaxtahækkunin í röð í Bandaríkjunum en fyrir um ári voru vextir við það að vera neikvæðir en Seðlabanki Íslands er á svipaðri vegferð og hækkaði vextina í tólfta sinn í röð í gær. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú um 6 prósent og seðlabankastjórinn Jay Powell segir tilgang vaxtahækkana að koma böndum á hana. Powell fullyrti einnig þegar tilkynnt var um hækkunina að bankakerfið vestra væri stöðugt og á sterkum grunni og að bankar á borð við Silicon Valley sem fór á hausinn á dögunum væru undantekningartilfelli. Á morgun er síðan vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bretlands en þar í landi mælist verðbólgan nú 10,4 prósent sem kom greiningaraðilum í opna skjöldu á dögunum.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira