„Velkomin í heiminn Aurelia Chan Zuckerberg!“ segir Zuckerberg í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir dóttur þeirra hjóna vera blessun.
Zuckerberg og Chan fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli sínu hér á landi í maí í fyrra. Það gæti verið að sú ferð hafi kveikt í einhverjum neistum því nú, tíu mánuðum síðar, er þriðja barn þeirra hjóna komið í heiminn.
Á meðan hjónin voru hér á landi flugu þau með einkaflugvél til Akureyrar og fóru þaðan með þyrlu að Deplum í Fljótum.