Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en heimamenn lágu neðarlega og gerðu sitt besta til að halda marki sínu hreinu. Það gekk í fyrri hálfleik en í þeim síðari fann Benjamín Pavard leið í gegnum vörn Írlands.
Hann lét einfaldlega vaða af löngu færi og boltinn söng í netinu, af slánni og í netið. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins.
A picture-perfect view of Benjamin Pavard's banger
— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 27, 2023
What a hit! pic.twitter.com/Q3NpuMQfCq
Um var að ræða annan sigur Frakklands í undankeppninni en Frakkar rúlluðu yfir Holland í 1. umferð, 4-0, og sitja sem stendur á toppi B-riðils.
Í hinum leik kvöldsins vann Holland aðeins 2-0 sigur á Gíbraltar. Memphis Depay skoraði fyrsta markið og varnarmaðurinn Nathan Aké bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Liam Walker fékk rautt spjald í liði Gíbraltar í stöðunni 2-0 en manni færri tókst gestunum samt að halda virðingunni.