Kröfu KV hafnað og Ægir mun eiga lið í næstefstu deild Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 12:59 Ægismenn verða með í Lengjudeildinni í sumar. Facebook/@aegirfc Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Knattspyrnufélags Vesturbæjar þess efnis að félagið fái sæti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar - sætið sem losnaði þegar Kórdrengir lögðu upp laupana. Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað. Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað.
Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00
Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31