FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2023 11:45 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021. Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns. FH Besta deild karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns.
FH Besta deild karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira