Þrír kylfingar efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 23:15 Viktor Hovland og Tiger Woods fylgjast með Xander Schauffele slá teighögg af tólfta teig í dag. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta dag Masters risamótsins í golfi. Tiger Woods mun há baráttu við niðurskurðarlínuna á morgun og hæðir og lægðir einkenndu daginn hjá Rory McIlroy. Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Norðmaðurinn Viktor Hovland gaf tóninn strax á annarri braut í dag þegar hann náði erni en hann var með besta skorið þegar hann lauk keppni og kláraði fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari. Jon Rahm byrjaði fyrstu holuna á tvöföldum skolla en vann sig heldur betur til baka og var jafn Hovland þegar hann kláraði 18. holuna. Brooks Koepka er sömuleiðis á sjö höggum undir pari en hann náði alls átta fuglum á hringnum en lék þrettándu brautina á skolla. Eagle on No. 2 propels Viktor Hovland into a tie for the lead. #themasters pic.twitter.com/1UDqVvJPsU— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Fimmfaldi sigurvegari á Mastersmótinu Tiger Woods er á meðal keppenda á Augusta vellinum og átti misjafnan dag. Hann var kominn þrjú högg yfir par eftir sjö holur en lauk keppni á tveimur yfir eftir svekkjandi skolla á átjándu braut. Dagurinn var sömuleiðis nokkuð erfiður hjá Rory McIlroy. Norður-Írinn fékk fimm fugla en þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla þar að auki og lauk keppni á pari. Meistarinn frá því í fyrra, Scottie Scheffler, lék ágætlega í dag. Hann kláraði hringinn á fjórum höggum undir pari en Scheffler var í smá vandræðum með púttin. Nearly an eagle for Tiger Woods on hole No. 8. #themasters pic.twitter.com/7XfulYE6JL— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023 Spáð er rigningu á morgun sem og á laugardag á mótssvæðinu sem gæti haft áhrif á skor keppenda. Eftir morgundaginn verður skorið niður og er búist við að niðurskurðarlínan verði tveir yfir par og liggja skipuleggjendur mótsins eflaust á bæn um að Tiger Woods komist í gegnum niðurskurðinn. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending á morgun klukkan 19:00. Three tied for the lead. Brooks Koepka birdies No. 18 to match the leaders with a 65. #themasters pic.twitter.com/7Z4XWIsRFR— The Masters (@TheMasters) April 6, 2023
Masters-mótið Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira