Hinn 47 ára gamli Woods hefur dregið sig úr keppni vegna meiðsla en erfiðar aðstæður á Augusta vellinum um helgina hafa gert kappanum erfitt um vik.
Due to injury, @TigerWoods has officially withdrawn from the Masters Tournament after completing seven holes of his third round. #themasters
— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023
Tiger komst með naumindum í gegnum niðurskurð eftir fyrstu tvo hringina og náði að leika fyrstu sjö holurnar á þriðja keppnishring í gær áður en keppni var hætt vegna mikilla rigninga.
Hann var ekki líklegur til stórræða á lokadeginum þar sem hann var meðal neðstu manna á samtals níu höggum yfir pari.