„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 16:48 Það var hart barist í Lautinni í dag. Vísir/Pawel „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira