Brown var aðeins tólf ára gömul þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Eleven í Netflix-þáttunum Stranger Things. Árið 2018 komst hún á lista tímaritsins Time yfir áhrifamestu einstaklinga heims en þá var hún aðeins fjórtán ára gömul.
Í dag er Brown nítján ára og hefur síðustu tvö ár átt í ástarsambandi við hinn tvítuga leikara Jake Bongiovi. Bongiovi er jafnframt yngsta barn tónlistarmannsins Bon Jovi.
Fyrr í dag deildi Brown fallegri mynd af parinu á Instagram þar sem mátti sjá demantshring á vinstri baugfingri hennar. Aðdáendur reikna greinilega með því að hér sé um að ræða trúlofunarhring því hamingjuóskum rignir yfir parið í athugasemdakerfi undir myndinni.