Þetta þýðir að fram til 21. apríl næstkomandi geta leikmenn í öllum deildum á Íslandi, og í öllum flokkum þar sem leiktími er ekki þeim mun styttri, haft samband við dómara fyrir leik og óskað eftir einu drykkjarhléi. Dómarinn skal svo gera hlé á leiknum við fyrsta tækifæri þegar leikmaður óskar eftir því.
Ramadan stendur yfir frá 23. mars til 21. apríl og á þeim tíma fasta múslimar, og geta þá ekki neytt matar eða drykkjar frá sólarupprás til sólarlags.
Með því að gefa leikmönnum tækifæri til að fá örstutt drykkjarhlé fylgir stjórn KSÍ meðal annars fordæmi ensku úrvalsdeildarinnar.