Fastan og fótboltinn fari vel saman Valur Páll Eiríksson skrifar 14. apríl 2023 08:00 Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, hefur fastað síðan 22. mars og klárar 21. apríl, þegar Ramadan lýkur. Vísir/Sigurjón Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin. Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin.
Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð