Nammidagar eru ekkert endilega frábær hugmynd Íris Hauksdóttir skrifar 17. apríl 2023 16:01 Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að borða sem fjölbreyttasta fæðu Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur og einn verkefnastjórum vefsins Sterkari út í lífið segir nammidaga ekki endilega frábæra hugmynd. Aldís Eva mætti í skemmtilegt spjall í Reykjavík síðdegis þar sem umræðuefnið var mikilvægi eða gagnsleysi þess að hafa sérstaka sælgætisdaga." Er gaman að hafa nammidaga? „Sumum finnst það því þá er allt leyfilegt en það sem getur gerst er að það skapast át-kastahegðun hjá mörgum. Það sem að mínu mati er sniðugra og skynsamlegra er að leyfa sér þegar manni langar í því það minnkar líkurnar á að maður sé að borða meira en góðu hófi gegnir." Hvað með samviskubitið á maður að vera með samviskubit þegar maður fær sér nammi? „Í rauninni ekki en auðvitað fær maður mismunandi orku úr mismunandi mat og maður vill næra sig með endingarmikilli orku en samviskubitið er að segja að þú sért að gera eitthvað rangt." Er fólk að búa til óheilbrigt samband við mat? „Það getur gert það en þetta er flóknara en það. Nammidagurinn sem slíkur er í raun ekki orsakavaldurinn. Það er rosalega rótgróið í megrunarmenninguna að við eigum að skammta og banna og skera allt út í raun takmarka fæðuna. Það er að skapa þessar sálfræðilegu afleiðingar sem er samviskubitið og skömmina og það er ýtir undir óheilbrigt samband við fæðuna. Nammidagurinn þegar allt má og maður borðar þangað til manni er illt í maganum er að ýta undir þessa skömm og samviskubitið enn meira. Þannig snýst vítahringurinn. Oft langar okkur meira í það sem okkur er bannað. En til að minnka löngun í nammi þurfum við að næra okkur vel. Ekki dæma það sem þið borðið Nammi er ekki að gefa okkur orkuna sem við þurfum en ef við nærum okkur vel en þá erum við líka að leyfa okkur að borða nammið þegar við viljum en erum södd langar okkur minna í óhollustu." Ég á þetta skilið, hvaðan kemur þetta? „Því miður úr samfélaginu okkar það er svo mikil megrunarmenning og búið að innstilla í okkur að við séum að gera rangt með að leyfa okkur því við megum ekki fitna. Þegar við borðum í góðu hófi þyngjumst við ekki af því." Hegðun fullorðinna smitast út í börnin okkar? „Líta inn á við, hvernig er maður að dæma sjálfan sig. Stundum gerir maður það óvart upphátt. Er maður að afsaka sig í kringum mat og taka þá ákvörðun um að rífa sig ekki niður fyrri útlitið. Vera þannig góð fyrirmynd fyrir börnin okkar því þau herma allt eftir foreldrum sinum." Er nammið sett á stall með svona degi? „Já ef það hefur verið bannað þá gerir það meira spennandi, ýkja upp gildið og setja það á stall." En verða að vera einhver mörk? „Já við verðum að gera á þann hátt að við séum að fræða. Epli og perur eru líka góðar á bragðið. Candies Það er svo mikilvægt að ræða hvað maturinn gerir fyrir okkur. Kolvetni gefa heilanum orku, kenna hvað manni líður vel af. Við getum fundið færnina líka með því að vera ekki að banna sér en setja sér mörk líka. Meltingarkerfið er eins og vöðvi sem þarf að hreyfa á mismunandi hátt. Til þess að æfa hann á fjölbreyttan hátt þurfum við að nýta allskonar fæðu og fá mismunandi út úr matnum. Við erum ekki södd lengi af nammi og fáum ekki orku rosalega lengi af því. Er samband okkar við mat stórt samfélagslegt vandamál og er það að stækka? „Ég held að Covid 19 hafi ekki hjálpað, þá var svo mikil pressa að gera heimaæfingar og fullkomna húsin sín. þessi pressa gerði lítið annað en að ýta undir samviskubitið. Mín skilaboð eru hins vegar þau að hafa gaman og njóta matarins. Ekki dæma það sem þið borðið." Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Bylgjan Sælgæti Börn og uppeldi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Aldís Eva mætti í skemmtilegt spjall í Reykjavík síðdegis þar sem umræðuefnið var mikilvægi eða gagnsleysi þess að hafa sérstaka sælgætisdaga." Er gaman að hafa nammidaga? „Sumum finnst það því þá er allt leyfilegt en það sem getur gerst er að það skapast át-kastahegðun hjá mörgum. Það sem að mínu mati er sniðugra og skynsamlegra er að leyfa sér þegar manni langar í því það minnkar líkurnar á að maður sé að borða meira en góðu hófi gegnir." Hvað með samviskubitið á maður að vera með samviskubit þegar maður fær sér nammi? „Í rauninni ekki en auðvitað fær maður mismunandi orku úr mismunandi mat og maður vill næra sig með endingarmikilli orku en samviskubitið er að segja að þú sért að gera eitthvað rangt." Er fólk að búa til óheilbrigt samband við mat? „Það getur gert það en þetta er flóknara en það. Nammidagurinn sem slíkur er í raun ekki orsakavaldurinn. Það er rosalega rótgróið í megrunarmenninguna að við eigum að skammta og banna og skera allt út í raun takmarka fæðuna. Það er að skapa þessar sálfræðilegu afleiðingar sem er samviskubitið og skömmina og það er ýtir undir óheilbrigt samband við fæðuna. Nammidagurinn þegar allt má og maður borðar þangað til manni er illt í maganum er að ýta undir þessa skömm og samviskubitið enn meira. Þannig snýst vítahringurinn. Oft langar okkur meira í það sem okkur er bannað. En til að minnka löngun í nammi þurfum við að næra okkur vel. Ekki dæma það sem þið borðið Nammi er ekki að gefa okkur orkuna sem við þurfum en ef við nærum okkur vel en þá erum við líka að leyfa okkur að borða nammið þegar við viljum en erum södd langar okkur minna í óhollustu." Ég á þetta skilið, hvaðan kemur þetta? „Því miður úr samfélaginu okkar það er svo mikil megrunarmenning og búið að innstilla í okkur að við séum að gera rangt með að leyfa okkur því við megum ekki fitna. Þegar við borðum í góðu hófi þyngjumst við ekki af því." Hegðun fullorðinna smitast út í börnin okkar? „Líta inn á við, hvernig er maður að dæma sjálfan sig. Stundum gerir maður það óvart upphátt. Er maður að afsaka sig í kringum mat og taka þá ákvörðun um að rífa sig ekki niður fyrri útlitið. Vera þannig góð fyrirmynd fyrir börnin okkar því þau herma allt eftir foreldrum sinum." Er nammið sett á stall með svona degi? „Já ef það hefur verið bannað þá gerir það meira spennandi, ýkja upp gildið og setja það á stall." En verða að vera einhver mörk? „Já við verðum að gera á þann hátt að við séum að fræða. Epli og perur eru líka góðar á bragðið. Candies Það er svo mikilvægt að ræða hvað maturinn gerir fyrir okkur. Kolvetni gefa heilanum orku, kenna hvað manni líður vel af. Við getum fundið færnina líka með því að vera ekki að banna sér en setja sér mörk líka. Meltingarkerfið er eins og vöðvi sem þarf að hreyfa á mismunandi hátt. Til þess að æfa hann á fjölbreyttan hátt þurfum við að nýta allskonar fæðu og fá mismunandi út úr matnum. Við erum ekki södd lengi af nammi og fáum ekki orku rosalega lengi af því. Er samband okkar við mat stórt samfélagslegt vandamál og er það að stækka? „Ég held að Covid 19 hafi ekki hjálpað, þá var svo mikil pressa að gera heimaæfingar og fullkomna húsin sín. þessi pressa gerði lítið annað en að ýta undir samviskubitið. Mín skilaboð eru hins vegar þau að hafa gaman og njóta matarins. Ekki dæma það sem þið borðið." Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Sælgæti Börn og uppeldi Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira