Arnór skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimmtán mínútur voru liðnar en markvörður gestanna gerði sig þá sekan um slæm mistök. Arnór skorar ekki auðveldari mörk á leiktíðinni.
IFK Norrköping tar ledningen efter att IFK Värnamos Pilip Vaitsiakhovich passar Arnor Sigurdsson istället för en lagkamrat. pic.twitter.com/qkMhoOasZe
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 16, 2023
Värnamo jafnaði metin í blálokin á fyrri hálfleik en Arnór svaraði einfaldlega skömmu eftir að síðari hálfleikur fór af stað á ný. Það var heppnisstimpill yfir markinu en Arnór tók mann og annan á áður en hann skaut að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann söng í netinu.
2-1 Peking mot Värnamo! Arnor Sigurdsson gör sitt andra mål för dagen i början av den andra halvleken! pic.twitter.com/rS1pFTcxFr
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) April 16, 2023
Lokatölur 2-1 Norrköping í vil. Arnór var ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliði liðsins í dag en nafni hans Arnór Ingvi Traustason lék 68 mínútur á miðri miðjunni. Þá kom Andri Lucas Guðjohnsen inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Norrköping er nú með 7 stig að loknum þremur leikjum og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Kalmar, Häcken og Malmö koma þar á eftir með 6 stig.