Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 14:51 Óperudraugurinn verður ekki lengur sýndur á Broadway. Getty/Nina Westervelt Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. The Phantom of the Opera, eða Óperudraugurinn, er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Draugurinn steig fyrst á svið í West End leikhúsinu í London árið 1986. Þaðan lá leiðin til Broadway árið 1988 og hefur sýningin verið þar sýnd samfleytt síðan þá. Á 35 árum hefur tekist að sýna hana 13.981 sinnum. Það eru 12.865 dagar síðan sýningin var frumsýnd og því hefur hún verið sýnd meira en einu sinni á dag að meðaltali. Eftir sýninguna í gær mætti Webber sjálfur á svið og tileinkaði sýninguna syni sínum, Nicholas Lloyd Webber, sýninguna, en hann lést í lok marsmánaðar á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Andrew Lloyd Webber eftir lokasýninguna í gær.Getty/Nina Westervelt Fjöldi söngleikjastjarna var í salnum, þar á meðal Glenn Close sem hefur leikið í Broadway-verkum á borð við Death and the Maiden og Sunset Boulevard, og Lin-Manuel Miranda, höfundur Hamilton og In the Heights. Ekkert verka Broadway hafði verið lengur í sýningu en Óperudraugurinn þar til í gær. Nú tekur Chicago við titlinum fyrir það verk sem er búið að vera lengst í sýningu, af þeim verkum sem enn eru í sýningu á Broadway. Það verk var fyrst sýnt árið 1996. Garðar Thór Cortes söngvari hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum, til að mynda fór hann með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Sýningin er framhald af Óperudraugnum og var Garðar sérstaklega valinn af Webber til þess að syngja. Garðar Thór Cortes í hlutverki Óperudraugsins. Með honum er Andrew Lloyd Webber. Óperudraugurinn var settur á svið í Hörpu árið 2018. Þá fór Þór Breiðfjörð með hlutverk draugsins en einnig fóru Valgerður Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Greta Salóme með hlutverk en sú síðastnefnda sá einnig um leikstjórn á verkinu. Leikhús Bandaríkin Tímamót Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
The Phantom of the Opera, eða Óperudraugurinn, er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Draugurinn steig fyrst á svið í West End leikhúsinu í London árið 1986. Þaðan lá leiðin til Broadway árið 1988 og hefur sýningin verið þar sýnd samfleytt síðan þá. Á 35 árum hefur tekist að sýna hana 13.981 sinnum. Það eru 12.865 dagar síðan sýningin var frumsýnd og því hefur hún verið sýnd meira en einu sinni á dag að meðaltali. Eftir sýninguna í gær mætti Webber sjálfur á svið og tileinkaði sýninguna syni sínum, Nicholas Lloyd Webber, sýninguna, en hann lést í lok marsmánaðar á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Andrew Lloyd Webber eftir lokasýninguna í gær.Getty/Nina Westervelt Fjöldi söngleikjastjarna var í salnum, þar á meðal Glenn Close sem hefur leikið í Broadway-verkum á borð við Death and the Maiden og Sunset Boulevard, og Lin-Manuel Miranda, höfundur Hamilton og In the Heights. Ekkert verka Broadway hafði verið lengur í sýningu en Óperudraugurinn þar til í gær. Nú tekur Chicago við titlinum fyrir það verk sem er búið að vera lengst í sýningu, af þeim verkum sem enn eru í sýningu á Broadway. Það verk var fyrst sýnt árið 1996. Garðar Thór Cortes söngvari hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum, til að mynda fór hann með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Sýningin er framhald af Óperudraugnum og var Garðar sérstaklega valinn af Webber til þess að syngja. Garðar Thór Cortes í hlutverki Óperudraugsins. Með honum er Andrew Lloyd Webber. Óperudraugurinn var settur á svið í Hörpu árið 2018. Þá fór Þór Breiðfjörð með hlutverk draugsins en einnig fóru Valgerður Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Greta Salóme með hlutverk en sú síðastnefnda sá einnig um leikstjórn á verkinu.
Leikhús Bandaríkin Tímamót Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira