Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 17:16 Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes AP Photo/Luca Bruno Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. Byrjun Mercedes á yfirstandandi keppnistímabili í Formúlu 1 hafa ekki orðið til þess að þagga niður í orðrómunum. Mercedes er nú þegar 67 stigum á eftir Red Bull Racing í stigakeppni bílasmiða og Hamilton sjálfur 31 stigi á eftir ríkjandi heimsmeistara ökumanna, Hollendingnum Max Verstappen sem leiðir stigakeppni ökumanna. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, hefur áður látið hafa það eftir sér að Mercedes sé ekki að undirbúa sig fyrir mögulegt brotthvarf Hamilton frá liðinu. „Ég vil ekki taka upp viðræður við aðra ökumenn vegna þess að ég er ánægður með þá ökumenn sem eru á mála hjá okkur,“ segir Wolff í samtali við Motorsport.com. „Hvað eitthvað plan B varðar þá er það ekki til.“ Að sama skapi hefur Hamilton reynt að tala niður sögusagnir um mögulegt brotthvarf sitt frá Mercedes. „Hvað mig varðar er aðalástæðan fyrir veru minni hjá Mercedes sú að ég vil hjálpa liðinu að sækja fram og leggja mitt af mörkum hvað það varðar,“ sagði Hamilton í viðtali á keppnishelgi Formúlu 1 í Sádi-Arabíu á dögunum. „Ef það kemur að þeim tímapunkti að mér finnst ég ekki geta það lengur, þá er það tímapunkturinn til þess að taka inn yngri ökumann.“ Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur verið á mála hjá Mercedes frá árinu 2013 og þar hefur hann verið hluti af mögnuðu gengi liðsins undanfarinn áratug. Hjá Mercedes hefur Hamilton unnið sex heimsmeistaratitla og hefur allt í allt orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum. Þar stendur hann jafnfætis Formúlu 1 goðsögninni Michael Schumacher. Tengdar fréttir Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Byrjun Mercedes á yfirstandandi keppnistímabili í Formúlu 1 hafa ekki orðið til þess að þagga niður í orðrómunum. Mercedes er nú þegar 67 stigum á eftir Red Bull Racing í stigakeppni bílasmiða og Hamilton sjálfur 31 stigi á eftir ríkjandi heimsmeistara ökumanna, Hollendingnum Max Verstappen sem leiðir stigakeppni ökumanna. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, hefur áður látið hafa það eftir sér að Mercedes sé ekki að undirbúa sig fyrir mögulegt brotthvarf Hamilton frá liðinu. „Ég vil ekki taka upp viðræður við aðra ökumenn vegna þess að ég er ánægður með þá ökumenn sem eru á mála hjá okkur,“ segir Wolff í samtali við Motorsport.com. „Hvað eitthvað plan B varðar þá er það ekki til.“ Að sama skapi hefur Hamilton reynt að tala niður sögusagnir um mögulegt brotthvarf sitt frá Mercedes. „Hvað mig varðar er aðalástæðan fyrir veru minni hjá Mercedes sú að ég vil hjálpa liðinu að sækja fram og leggja mitt af mörkum hvað það varðar,“ sagði Hamilton í viðtali á keppnishelgi Formúlu 1 í Sádi-Arabíu á dögunum. „Ef það kemur að þeim tímapunkti að mér finnst ég ekki geta það lengur, þá er það tímapunkturinn til þess að taka inn yngri ökumann.“ Hinn 38 ára gamli Hamilton hefur verið á mála hjá Mercedes frá árinu 2013 og þar hefur hann verið hluti af mögnuðu gengi liðsins undanfarinn áratug. Hjá Mercedes hefur Hamilton unnið sex heimsmeistaratitla og hefur allt í allt orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum. Þar stendur hann jafnfætis Formúlu 1 goðsögninni Michael Schumacher.
Tengdar fréttir Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30 Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20. mars 2023 16:00
Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. 10. mars 2023 09:30
Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. 7. mars 2023 14:30