TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 21:04 TikTok hefur lokað á leit notenda að hinni hættulegu Benadryl-áskorun. Samsett/Getty Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira