Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti Apríl Auður Helgudóttir skrifar 21. apríl 2023 20:01 Páll Winkel er fangelsismálastjóri. Stofnunin tók ekki rétt á máli karlmanns sem óskaði eftir því að fá að afplána með samfélagsþjónustu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin. Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur. Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Karlmaðurinn var dæmdur í Landsrétti í maí 2019 en brotin sem um ræðir áttu sér stað á árunum 2013 og 2014. Ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn á sínum tíma, vegna alvarleika brotanna. Fyrrverandi eiginkonan sú sem tilkynnti Fyrrverandi eiginkona hins ákærða er sú sem tilkynnti brotin til félagsþjónustu en karlmaðurinn og þáverandi eiginkona hans voru stuðningsfjölskylda stúlkunnar sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta á. Rannsókn lögreglu lauk sumarið 2015 en ákæra var ekki gefin út fyrr en í apríl 2016. Karlmaðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nýtt sér andlega fötlun stúlkunnar. Í dómnum kemur fram að stúlkan hefði rétt verið við barnsaldur sem brotin áttu sér stað. Í dómi Landsréttar frá 2019 kemur fram að maðurinn hafi í þrígang brotið gróflega gegn kynfrelsi og trausti andlega fatlaðrar konu, inni á heimili sínu, þar sem hún bjó og var í hans umsjá. Vegna alvarleika brotsins mat Fangelsismálastofnun að ekkert í málinu gæfi tilefni til að heimila samfélagsþjónustu og vísaði þar í almannahagsmuni. Lásu ekki bréfið frá prestinum Með bréfi óskaði maðurinn eftir að fá að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu. Beiðni hans var hafnaði með tölvupósti þann sama dag. Málsmeðferð mannsins byggðist á að meðferðin á beiðni hans hefði verið ófullnægjandi og niðurstaðan því gölluð. Benti hann meðal annars á að í lögum um fullnustu refsingu sé ráð gert fyrir því að tekið sé sérstakt viðtal við umsækjanda um samfélagsþjónustu. Í tilviki þessu hefði ekkert slíkt viðtal verið tekið. Þá hefði ekki verið tekið mið af bréfi sem sóknarprestur skrifaði vegna umsóknar hans. Karlmaðurinn vildi meina að umrætt bréf hefði verið mikilvægt gagn sem ætti að hafa talsvert vægi við mat á því hvernig afgreiða skyldi umsóknina. Einnig færði maðurinn rök fyrir því að svörin sem bárust honum í tölvupósti hefðu ekki verið fullnægjandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að föst venja sé fyrir því í íslenskri stjórnsýslu að bréf séu undirrituð af starfsmönnum sem unnu í málinu. Þetta sé mikilvæg regla til þess að gæta þess að vanhæfur starfsmaður hafi ekki komið að málum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á röksemdir karlmannsins. Í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að tillit sé tekið til allra rökfærslna mannsins. Ekki verði komist hjá því að fallast á kröfur hans um að úrskurður dómsmálaráðuneytisins, þar sem beiðni um afplánun með samfélagsþjónustu, verði ógiltur með dómi. Þá er Fangelsismálastofnun gert að greiða málskostnað mannsins upp á 1250 þúsund krónur.
Dómsmál Fangelsismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira