Kristófer Gajowski skipulagði bænastundina á eigin vegum. Hann segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar.
„Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins.“
Kristófer segir málið áfall. Íslendingar, óháð uppruna, þurfi að standa saman. Leggur hann áherslu á að allir hafi verið velkomnir í kirkjuna, í rólega og fallega stund.
„Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi.“
Tökumaður fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á staðnum.