Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2023 22:31 Sigrún Sigurðardóttir er í stjórn Geðhjálpar. sigurjón ólason Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00