Þríhyrndur tangódans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2023 07:30 Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Fá efast um einlægan vilja ráðherrans. Vandi hans felst ekki í andstöðu þjóðarinnar við markmiðin. Hann liggur heldur ekki í skorti á stuðningi á Alþingi. Allt bendir þó til að þetta verði enn eitt verkefnið sem ný ríkisstjórn fái í arf frá núverandi stjórn. Pólitískur ómöguleiki Ráðherrann snýst í raun um sjálfan sig í málinu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um leiðir til að ná settum markmiðum um orkuskipti. Það er pólitískur ómöguleiki. Vandi ráðherrans felst í samsetningu ríkisstjórnarinnar sem hefur haft 6 ár til að vinna að lausnum en skortir bæði pólitíska sýn og kjark. Að öllu óbreyttu mun ráðherrann því bara halda áfram að snúast um sjálfan sig með nýjum starfshópum, nefndum og fundaferðum þar til kjörtímabilinu lýkur. Á sama tíma blasir við kapphlaup óteljandi innlendra og erlendra fyrirtækja með áform um vindmyllugarða í hverri sveit landsins. Ríkisstjórnin bregst ekki við, nema skipar auðvitað starfshóp sem fjallar að endingu um það eitt að setja þurfi leikreglur. Engin stefnumörkun og engar tillögur. Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að ríkisstjórnin geti komið sér saman um hversu mikla vindorku þarf til að ná eigin markmiðum og semja viðeigandi leikreglur. Nýrrar ríkisstjórnar að ná settum markmiðum En hvað þarf ný ríkisstjórn að gera? Það er kominn tími til að ræða það. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að margra ára ákvarðanaleysi hefur komið okkur í þá stöðu að útilokað er að ná settum markmiðum um losun og orkuskipti innan þeirra tímamarka sem lýst hefur verið. Þetta er hinn bitri kaleikur Vinstri grænna og hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna. Það er hins vegar arfleifð sem ný ríkisstjórn fær í fangið. Þetta þurfum við að horfast í augu við. Í öðru lagi þarf að taka af öll tvímæli um hvort markmiðið um full orkuskipti fyrir 2040 nær til alþjóðaflugs eða ekki. Það er langsamlega stærsta orkuskiptaverkefnið. Mér sýnist allt benda til að þessi hluti verkefnisins kalli á lengri tíma en nokkur í ríkisstjórninni þorir að segja. Meðan óvissa ríkir um þetta markmið geta menn heldur ekki komist að niðurstöðu um nauðsynlegt umfang aðgerða, ekki mælt árangur þeirra og ekki ákveðið hraða innviðauppbyggingar. Snúin samkeppnisstaða Hér þarf einnig að hafa í huga að tæknilegar lausnir eru ekki orðnar að veruleika þótt sumar séu í sjónmáli. Þá munu myndarlegar niðurgreiðslur Bandaríkjanna til framleiðslu rafeldsneytis og sambærilegar mótvægisaðgerðir Evrópusambandsins gera samkeppni erfiða. Þetta getur orðið dálítið snúið fyrir okkur þegar kemur að framleiðslu rafeldsneytis þótt við munum hafa, í gegnum EES-samninginn, aðgang að ýmsum styrkjakerfum ESB sem styðja við rafeldsneytisverkefni. Í öllu falli eru bæði Bandaríkin og Evrópa að hreyfa sig hratt og hafa stjórnmálafólk sem tekur þessi mál föstum tökum. Á meðan sitjum við uppi með ríkisstjórn sem kann að glata samkeppnisforskoti Íslands með aðgerðarleysi og ákvarðanafælni. Þróist mál með þessum hætti getur viðbótarorkuþörfin orðið mun minni en áður hefur verið talið þar sem íslenskt rafeldsneyti gæti átt í erfiðleikum í samkeppni við innflutt rafeldsneyti. Sum munu gleðjast yfir því. Hin hliðin á því er sú að við getum ekki nýtt okkur það forskot sem við höfum til hagkvæmrar orkuöflunar til að skapa verðmætin hér heima. Þetta snýst um pólitískt mat á íslenskum hagsmunum. Að minni hyggju á langtímamarkmiðið að vera það að við framleiðum alla þá endurnýjanlegu orku sem þörf er á til fullra orkuskipta og til að tryggja hóflegan grænan hagvöxt. Hvort sem við tölum um hátækni, landeldi eða aukna grænmetisframleiðslu, svo dæmi séu nefnd. Það er grundvallaratriði að frekari orkuöflun fari í græn verkefni sem stuðla að samdrætti í losun og þau samræmist okkar alþjóðlegu skuldbindingum í loftslagsmálum. Þá forgangsröðun þarf að tryggja. Grundvallarákvarðanir Allar upplýsingar liggja fyrir um hversu mikla orku þarf til þess að ná markmiðum um orkuskipti og grænan hagvöxt. Ný ríkisstjórn þarf að skilgreina markmiðin nánar og ákveða tímarammann. Það er pólitísk ákvörðun og verkefni sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst í sex ár. Eitt af því sem þvælist fyrir ríkisstjórninni er að ýta út af borðinu hugmyndum um að loka núverandi stóriðju. Þetta þarf að gera strax því í slíku felst engin lausn á loftslagsvanda heimsins heldur einungis útvistun þeirrar framleiðslu til annarra heimshluta og kippir burt einni af stærstu útflutnings- og atvinnugreinum Íslands. Það er svo önnur pólitísk ákvörðun að leysa deiluna um skattgreiðslur til sveitarfélaganna. Sú úrlausn kallar ekki á langan sérfræðilegan undirbúning og er ekki afsökun fyrir frekari töfum. Stöðva vindmyllukapphlaupið Að því er vindorkuna varðar tel ég rétt að ný ríkisstjórn stöðvi kapphlaupið um vindmyllugarða í hverri sveit og komi skikk á málin. Margt bendir til þess að unnt sé að afla nægjanlegrar orku með stórum vindorkugörðum á fáum stöðum. Eðlilegast er að ríkisvaldið ákveði þessa staði fyrirfram út frá hagkvæmni, nálægðar við önnur orkumannvirki, náttúruverndarsjónarmiðum og þjóðaröryggi. Þetta er eina færa leiðin til að ná settum markmiðum í sæmilegri sátt við meirihluta fólksins í landinu. Í kapphlaupinu um vindorkugarða má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að til að geta afhent þá orku inn á flutningskerfið þarf að vera til staðar jöfnunarafl. Erfitt er að ímynda sér það fyrirtæki sem semur um aðgang að vindorku einni, til þess eins að leggja niður starfsemi þegar vindar blása ekki nógu kröftuglega. Þessi staðreynd, sem gjarnan er skautað framhjá í umræðu um vindorku, þýðir auðvitað að stefnumörkum í frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana þarf að haldast í hendur við vangaveltur um vindorkugarða. Landsvirkjun hefur á liðnum árum sýnt að fyrirtækið sinnir vel viðamiklum og þjóðhagslega mikilvægum verkefnum, samhliða því að skila góðum arði til samfélagsins. Landsvirkjun er þegar komin af stað með undirbúning að vindmyllugörðum á tveimur stöðum og er mikilvægt að þeim verkefnum miði vel áfram. Að því marki sem Landsvirkjun getur ekki sinnt allri orkuöflun með vindmyllum teljum við í Viðreisn að bjóða eigi út einkaréttinn til hæfilega langs tíma á fyrirfram afmörkuðum stöðum. Lög og reglur um eðlileg auðlindagjöld þurfa síðan að liggja skýrt fyrir. Að vita hvað við viljum Öll máttu vita í síðustu kosningum að ríkisstjórnin gæti ekki vegna samsetningar sinnar leyst orkuskiptaverkefnið á eðlilegum hraða. Það er reyndar gömul saga og ný hjá þessari ríkisstjórn þegar kemur að stórum grundvallarmálum. Stjórnarflokkarnir bera eigi að síður sameiginlega ábyrgð á því að láta reka á reiðanum í tvö ár til viðbótar. Áfram munu þeir snúast í kringum sjálfa sig. Það er þeirra mat að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með því. Metnaðarfullur umhverfisráðherra þarf að vísu ekki að sætta sig við þríhyrndan tangódans hins pólitíska ómöguleika í tvö ár til viðbótar. Það er hans val. Ný ríkisstjórn þarf að koma vel undirbúin. Hún þarf að vinna upp sem mest af þeim tíma sem glatast hefur undanfarin sex ár í kyrrstöðu um ekki neitt og taka nauðsynlegar ákvarðanir. Kjarni málsins er sá að öfugt við núverandi ríkisstjórn þarf næsta stjórn að vita hvað hún vill þegar á fyrsta degi. Og ráðast strax í aðgerðir. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Fá efast um einlægan vilja ráðherrans. Vandi hans felst ekki í andstöðu þjóðarinnar við markmiðin. Hann liggur heldur ekki í skorti á stuðningi á Alþingi. Allt bendir þó til að þetta verði enn eitt verkefnið sem ný ríkisstjórn fái í arf frá núverandi stjórn. Pólitískur ómöguleiki Ráðherrann snýst í raun um sjálfan sig í málinu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um leiðir til að ná settum markmiðum um orkuskipti. Það er pólitískur ómöguleiki. Vandi ráðherrans felst í samsetningu ríkisstjórnarinnar sem hefur haft 6 ár til að vinna að lausnum en skortir bæði pólitíska sýn og kjark. Að öllu óbreyttu mun ráðherrann því bara halda áfram að snúast um sjálfan sig með nýjum starfshópum, nefndum og fundaferðum þar til kjörtímabilinu lýkur. Á sama tíma blasir við kapphlaup óteljandi innlendra og erlendra fyrirtækja með áform um vindmyllugarða í hverri sveit landsins. Ríkisstjórnin bregst ekki við, nema skipar auðvitað starfshóp sem fjallar að endingu um það eitt að setja þurfi leikreglur. Engin stefnumörkun og engar tillögur. Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að ríkisstjórnin geti komið sér saman um hversu mikla vindorku þarf til að ná eigin markmiðum og semja viðeigandi leikreglur. Nýrrar ríkisstjórnar að ná settum markmiðum En hvað þarf ný ríkisstjórn að gera? Það er kominn tími til að ræða það. Í fyrsta lagi er alveg ljóst að margra ára ákvarðanaleysi hefur komið okkur í þá stöðu að útilokað er að ná settum markmiðum um losun og orkuskipti innan þeirra tímamarka sem lýst hefur verið. Þetta er hinn bitri kaleikur Vinstri grænna og hinna tveggja ríkisstjórnarflokkanna. Það er hins vegar arfleifð sem ný ríkisstjórn fær í fangið. Þetta þurfum við að horfast í augu við. Í öðru lagi þarf að taka af öll tvímæli um hvort markmiðið um full orkuskipti fyrir 2040 nær til alþjóðaflugs eða ekki. Það er langsamlega stærsta orkuskiptaverkefnið. Mér sýnist allt benda til að þessi hluti verkefnisins kalli á lengri tíma en nokkur í ríkisstjórninni þorir að segja. Meðan óvissa ríkir um þetta markmið geta menn heldur ekki komist að niðurstöðu um nauðsynlegt umfang aðgerða, ekki mælt árangur þeirra og ekki ákveðið hraða innviðauppbyggingar. Snúin samkeppnisstaða Hér þarf einnig að hafa í huga að tæknilegar lausnir eru ekki orðnar að veruleika þótt sumar séu í sjónmáli. Þá munu myndarlegar niðurgreiðslur Bandaríkjanna til framleiðslu rafeldsneytis og sambærilegar mótvægisaðgerðir Evrópusambandsins gera samkeppni erfiða. Þetta getur orðið dálítið snúið fyrir okkur þegar kemur að framleiðslu rafeldsneytis þótt við munum hafa, í gegnum EES-samninginn, aðgang að ýmsum styrkjakerfum ESB sem styðja við rafeldsneytisverkefni. Í öllu falli eru bæði Bandaríkin og Evrópa að hreyfa sig hratt og hafa stjórnmálafólk sem tekur þessi mál föstum tökum. Á meðan sitjum við uppi með ríkisstjórn sem kann að glata samkeppnisforskoti Íslands með aðgerðarleysi og ákvarðanafælni. Þróist mál með þessum hætti getur viðbótarorkuþörfin orðið mun minni en áður hefur verið talið þar sem íslenskt rafeldsneyti gæti átt í erfiðleikum í samkeppni við innflutt rafeldsneyti. Sum munu gleðjast yfir því. Hin hliðin á því er sú að við getum ekki nýtt okkur það forskot sem við höfum til hagkvæmrar orkuöflunar til að skapa verðmætin hér heima. Þetta snýst um pólitískt mat á íslenskum hagsmunum. Að minni hyggju á langtímamarkmiðið að vera það að við framleiðum alla þá endurnýjanlegu orku sem þörf er á til fullra orkuskipta og til að tryggja hóflegan grænan hagvöxt. Hvort sem við tölum um hátækni, landeldi eða aukna grænmetisframleiðslu, svo dæmi séu nefnd. Það er grundvallaratriði að frekari orkuöflun fari í græn verkefni sem stuðla að samdrætti í losun og þau samræmist okkar alþjóðlegu skuldbindingum í loftslagsmálum. Þá forgangsröðun þarf að tryggja. Grundvallarákvarðanir Allar upplýsingar liggja fyrir um hversu mikla orku þarf til þess að ná markmiðum um orkuskipti og grænan hagvöxt. Ný ríkisstjórn þarf að skilgreina markmiðin nánar og ákveða tímarammann. Það er pólitísk ákvörðun og verkefni sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst í sex ár. Eitt af því sem þvælist fyrir ríkisstjórninni er að ýta út af borðinu hugmyndum um að loka núverandi stóriðju. Þetta þarf að gera strax því í slíku felst engin lausn á loftslagsvanda heimsins heldur einungis útvistun þeirrar framleiðslu til annarra heimshluta og kippir burt einni af stærstu útflutnings- og atvinnugreinum Íslands. Það er svo önnur pólitísk ákvörðun að leysa deiluna um skattgreiðslur til sveitarfélaganna. Sú úrlausn kallar ekki á langan sérfræðilegan undirbúning og er ekki afsökun fyrir frekari töfum. Stöðva vindmyllukapphlaupið Að því er vindorkuna varðar tel ég rétt að ný ríkisstjórn stöðvi kapphlaupið um vindmyllugarða í hverri sveit og komi skikk á málin. Margt bendir til þess að unnt sé að afla nægjanlegrar orku með stórum vindorkugörðum á fáum stöðum. Eðlilegast er að ríkisvaldið ákveði þessa staði fyrirfram út frá hagkvæmni, nálægðar við önnur orkumannvirki, náttúruverndarsjónarmiðum og þjóðaröryggi. Þetta er eina færa leiðin til að ná settum markmiðum í sæmilegri sátt við meirihluta fólksins í landinu. Í kapphlaupinu um vindorkugarða má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að til að geta afhent þá orku inn á flutningskerfið þarf að vera til staðar jöfnunarafl. Erfitt er að ímynda sér það fyrirtæki sem semur um aðgang að vindorku einni, til þess eins að leggja niður starfsemi þegar vindar blása ekki nógu kröftuglega. Þessi staðreynd, sem gjarnan er skautað framhjá í umræðu um vindorku, þýðir auðvitað að stefnumörkum í frekari uppbyggingu vatnsaflsvirkjana þarf að haldast í hendur við vangaveltur um vindorkugarða. Landsvirkjun hefur á liðnum árum sýnt að fyrirtækið sinnir vel viðamiklum og þjóðhagslega mikilvægum verkefnum, samhliða því að skila góðum arði til samfélagsins. Landsvirkjun er þegar komin af stað með undirbúning að vindmyllugörðum á tveimur stöðum og er mikilvægt að þeim verkefnum miði vel áfram. Að því marki sem Landsvirkjun getur ekki sinnt allri orkuöflun með vindmyllum teljum við í Viðreisn að bjóða eigi út einkaréttinn til hæfilega langs tíma á fyrirfram afmörkuðum stöðum. Lög og reglur um eðlileg auðlindagjöld þurfa síðan að liggja skýrt fyrir. Að vita hvað við viljum Öll máttu vita í síðustu kosningum að ríkisstjórnin gæti ekki vegna samsetningar sinnar leyst orkuskiptaverkefnið á eðlilegum hraða. Það er reyndar gömul saga og ný hjá þessari ríkisstjórn þegar kemur að stórum grundvallarmálum. Stjórnarflokkarnir bera eigi að síður sameiginlega ábyrgð á því að láta reka á reiðanum í tvö ár til viðbótar. Áfram munu þeir snúast í kringum sjálfa sig. Það er þeirra mat að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með því. Metnaðarfullur umhverfisráðherra þarf að vísu ekki að sætta sig við þríhyrndan tangódans hins pólitíska ómöguleika í tvö ár til viðbótar. Það er hans val. Ný ríkisstjórn þarf að koma vel undirbúin. Hún þarf að vinna upp sem mest af þeim tíma sem glatast hefur undanfarin sex ár í kyrrstöðu um ekki neitt og taka nauðsynlegar ákvarðanir. Kjarni málsins er sá að öfugt við núverandi ríkisstjórn þarf næsta stjórn að vita hvað hún vill þegar á fyrsta degi. Og ráðast strax í aðgerðir. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun