Bryce Young valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2023 13:01 Bryce Young ásamt Roger Goodell, yfirmanni NFL-deildarinnar, í nótt. vísir/getty Houston Texans var í sviðsljósinu í nýliðavali NFL-deildarinnar í nótt enda átti félagið valrétt númer tvö og þrjú. Texans nýtti valréttina vel. CJ Stroud frá Ohio State er framtíðarleikstjórnandi liðsins og Will Anderson er einn mest spennandi varnarmaður sem hefur komið fram lengi. Framtíðin ætti að vera bjartari með þessi nýju andlit í liðinu. Það var aftur á móti Carolina Panthers sem átti fyrsta valrétt og hann var nýttur til þess að velja hæfileikabúntið Bryce Young frá Alabama. Leikstjórnandi af guðs náð sem hefur allt til að blómstra í deildinni. Indianapolis Colts er einnig komið með nýjan leikstjórnanda en hinn mjög svo spennandi Anthony Richardson frá Florida fór þangað. Verður áhugavert að sjá hvernig þessum guttum gengur að snúa við gengi þessara liða á næstu árum. Það er alltaf einhver einn sem á ömurlegt kvöld í þessu nýliðavali og að þessu sinni var það leikstjórnandinn Will Levis frá Kentucky. Sá er helst þekktur fyrir að setja mæjones í kaffið sitt og borða banana með hýðinu. Fyrir tveimur dögum fór sterkur orðrómur í gang (sem byrjaði á Reddit) að hann yrði valinn með fyrstu mönnum. Svo fór að hann var ekki valinn í fyrstu umferð. Hann átti óþægilegt kvöld í sínu sæti en verður líklega valinn í kvöld er nýliðavalið heldur áfram. TOPP TÍU: Bryce Young (leikstjórnandi) - Carolina Panthers CJ Stroud (leikstjórnandi) - Houston Texans Will Anderson (varnarmaður) - Houston Texans Anthony Richardson (leikstjórnandi) - Indianapolis Colts Devon Witherspoon (bakvörður) - Seattle Seahawks Paris Johnson (sóknartæklari) - Arizona Cardinals Tyree Wilson (varnarmaður) - Las Vegas Raiders Bijan Robinson (hlaupari) - Atlanta Falcons Jalen Carter (varnarmaður) - Philadelphia Eagles Darnell Wright (sóknartæklari) - Chicago Bears NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Texans nýtti valréttina vel. CJ Stroud frá Ohio State er framtíðarleikstjórnandi liðsins og Will Anderson er einn mest spennandi varnarmaður sem hefur komið fram lengi. Framtíðin ætti að vera bjartari með þessi nýju andlit í liðinu. Það var aftur á móti Carolina Panthers sem átti fyrsta valrétt og hann var nýttur til þess að velja hæfileikabúntið Bryce Young frá Alabama. Leikstjórnandi af guðs náð sem hefur allt til að blómstra í deildinni. Indianapolis Colts er einnig komið með nýjan leikstjórnanda en hinn mjög svo spennandi Anthony Richardson frá Florida fór þangað. Verður áhugavert að sjá hvernig þessum guttum gengur að snúa við gengi þessara liða á næstu árum. Það er alltaf einhver einn sem á ömurlegt kvöld í þessu nýliðavali og að þessu sinni var það leikstjórnandinn Will Levis frá Kentucky. Sá er helst þekktur fyrir að setja mæjones í kaffið sitt og borða banana með hýðinu. Fyrir tveimur dögum fór sterkur orðrómur í gang (sem byrjaði á Reddit) að hann yrði valinn með fyrstu mönnum. Svo fór að hann var ekki valinn í fyrstu umferð. Hann átti óþægilegt kvöld í sínu sæti en verður líklega valinn í kvöld er nýliðavalið heldur áfram. TOPP TÍU: Bryce Young (leikstjórnandi) - Carolina Panthers CJ Stroud (leikstjórnandi) - Houston Texans Will Anderson (varnarmaður) - Houston Texans Anthony Richardson (leikstjórnandi) - Indianapolis Colts Devon Witherspoon (bakvörður) - Seattle Seahawks Paris Johnson (sóknartæklari) - Arizona Cardinals Tyree Wilson (varnarmaður) - Las Vegas Raiders Bijan Robinson (hlaupari) - Atlanta Falcons Jalen Carter (varnarmaður) - Philadelphia Eagles Darnell Wright (sóknartæklari) - Chicago Bears
TOPP TÍU: Bryce Young (leikstjórnandi) - Carolina Panthers CJ Stroud (leikstjórnandi) - Houston Texans Will Anderson (varnarmaður) - Houston Texans Anthony Richardson (leikstjórnandi) - Indianapolis Colts Devon Witherspoon (bakvörður) - Seattle Seahawks Paris Johnson (sóknartæklari) - Arizona Cardinals Tyree Wilson (varnarmaður) - Las Vegas Raiders Bijan Robinson (hlaupari) - Atlanta Falcons Jalen Carter (varnarmaður) - Philadelphia Eagles Darnell Wright (sóknartæklari) - Chicago Bears
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira