„Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 22:46 Gunnar Magnússon er bráðabirgðalandsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég var ánægður með frammistöðuna. Þetta var góður fyrri hálfleikur og við tókum frumkvæðið strax í leiknum og hleyptum þeim ekkert inn í leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta um leik liðsins gegn Ísrael í vikunni eftir æfingu liðsins í dag. Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu öruggan sigur gegn Ísrael á útivelli síðastliðinn fimmtudag og um leið gulltryggði liðið sér sæti á EM. „Við höfðum stjórn á leiknum í sextíu mínútur þannig að ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna í síðasta leik,“ bætti Gunnar við. „Strákarnir eru einbeittir“ Eftir mikla, og oft á tíðum frekar neikvæða, umræðu um íslenska karlalandsliðið í handbolta undanfarnar vikur svöruðu strákarnir fyrir sig með fagmannlegri frammistöðu í síðasta leik. „Menn sýndu fyrst og fremst bara fagmennsku fannst mér. Menn voru virkilega einbeittir og við undirbjuggum okkur náttúrulega bara vel og einbeittum okkur mikið að okkur sjálfum og handboltanum auðvitað.“ „Mér fannst bara strákarnir virkilega einbeittir í þessu og það er mikið undir í þessum leikjum. Þó þetta séu þessi lið þá þurfum við að vinna báða þessa leiki til að vinna riðilinn. Það er bara mikið undir á morgun líka og strákarnir eru einbeittir og við ætlum okkur bara að klára þetta verkefni,“ sagði Gunnar, en íslenska liðið tekur á móti Eistlandi á morgun í lokaleik undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Klippa: Gunnar Magnússon fyrir leik Íslands og Eistlands Leikur morgundagsins mikilvægur fyrir tvö stórmót á næsta ári Þá segir Gunnar að umræðan um þjálfaramál íslenska landsliðsins hafi ekki haft áhrif á strákana í liðinu. „Nei við auðvitað reynum að fókusa bara á þetta verkefni. Það er það mikið undir og leikurinn á morgun snýst um að loka þessu almennilega. Það eru tvö stórmót á næsta ári og það er himinn og haf á milli þess hvort við séum í fyrsta eða þriðja styrkleikaflokki á EM. Bæði upp á EM og svo erum við að tala um Ólympíuleika líka.“ „Hér eru bara menn sem dreymir um að spila á Ólympíuleikum og við erum bara fókuseraðir á þetta verkefni og komum vel undirbúnir í leikinn á morgun og einbeittir að loka þessu.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira