Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:07 Lárus Jónsson hefur beðið Kristófer Acox afsökunar á ummælum sínum eftir leik Þórs Þorlákshafna og Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla. Samsett Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40