Davis gaf Lakers frumkvæðið Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 08:30 Anthony Davis átti stjörnuleik í San Francisco í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Í einvígi sem lýst hefur verið sem nýjum kafla í löngu stríði LeBron James og Stephen Curry þá var það Anthony Davis sem stal senunni þegar LA Lakers unnu Golden State Warriors í nótt. Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Eftirvæntingin hefur verið mikil fyrir þessari undanúrslitarimmu vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og fyrsti leikur gaf góð fyrirheit. Lakers unnu að lokum góðan útisigur, 117-112, en liðin mætast aftur í San Francisco annað kvöld. Jordan Poole hafði átt góðan leik og fékk tækifæri til að jafna metin fyrir heimamenn þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þriggja stiga skot hans geigaði hins vegar og þó að þjálfari hans hafi verið ánægður með ákvörðunina þá gagnrýndu menn á borð við Charles Barkley skotvalið eftir leik. "I don't like that shot at all." Chuck, Shaq and Kenny react to Jordan Poole's missed 3-pointer near end of Lakers-Warriors Game 1 pic.twitter.com/JMwq0FvmWA— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 3, 2023 Eins og búast mátti við þá voru Warriors þó mun sterkari utan þriggja stiga línunnar og settu Poole, Curry og Klay Thompson niður sex þrista hver, sem er einstakt í leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Curry jafnaði metin til að mynda með þristi þegar 90 sekúndur voru eftir, í 112-112, en D‘Angelo Russell kom Lakers strax yfir á nýjan leik. Margir komu að sigrinum fyrir Lakers og James var í minna hlutverki en oft áður, þó að hann hafi til að mynda skorað 22 stig og tekið 11 fráköst. Davis ýtti undir yfirburði Lakers í teignum en hann skoraði 30 stig í leiknum og tók 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og verja fjögur skot. Steph was shooting what felt like 90% on these types of attempts against the Kings.Anthony Davis is different. pic.twitter.com/JFGIqfoNxp— Vinay K. (@vkillem) May 3, 2023 Russell skoraði 19 stig og gaf sex stoðsendingar, og Dennis Schröder skoraði 19 stig auk þess að spila framúrskarandi vörn. Skvettubræðurnir Curry og Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Warriors og Kevon Looney hélt áfram að hrifsa til sín fráköst með 23 slík. Knicks jöfnuðu metin Í hinum leik gærkvöldsins jöfnuðu New York Knicks metin gegn Miami Heat í 1-1, með 111-105 sigri í Madison Square Garden. Jalen Brunson endaði stigahæstur Knicks með 30 stig þrátt fyrir slakan fyrri hálfleik, og Julius Randle sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Miami var án Jimmy Butler vegna meiðsla en var 96-93 yfir þegar skammt var eftir, áður en Knicks komst yfir með átta stigum í röð. Liðin halda nú til Miami og mætast þar á laugardag og aftur á mánudag, en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira