Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2023 09:01 Ágústa Eva Erlendsdóttir var gestur í fyrsta þætti Eurovísis. Það gekk á ýmsu hjá henni á Eurovision úti í Aþenu 2006. Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. Silvía Nótt birtist landsmönnum fyrst í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt sem sýndir voru á Skjáeinum. Sannkallað Silvíu Nætur-æði greip um sig, sem náði hápunkti á Eurovision-sviðinu í Aþenu 18. maí 2006. Þar flutti Silvía Nótt lagið Congratulations ásamt fríðu föruneyti en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Ísland komst ekki áfram á úrslitakvöldið, enda hafði Silvía Nótt gengið gjörsamlega fram af fjölmiðlamönnum, öðrum keppendum og áhorfendum dagana áður. Evrópa fattaði semsagt ekki brandarann. Ágústa Eva ræðir ótrúlega Eurovisionreynslu sína í þættinum Eurovísi hér fyrir neðan. Annar gestur þáttarins er Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona. Spjallið við Björgu og Ágústu byrjar á mínútu 6:40. „Fokking amatörs!“ Ágústa rifjar upp eina tiltekna æfingu í Eurovisionhöllinni skömmu fyrir stóru stundina. „Og það datt þarna einhver hljóðnemi og þá var það auðvitað einhverjum öðrum að kenna. Og hún [Silvía Nótt] fór þá að skamma tæknimennina fyrir að hafa ekki testað nógu vel. Svo var hún að renna sér niður skórennibrautina og datt á rassinn. Varð reiðari og reiðari yfir því hvað gekk illa hjá henni, kenndi öllum öðrum um. Hreytti í tæknimennina: Fokking amatörs. Krafðist þess að lagið yrði spilað aftur frá byrjun,“ segir Ágústa. Þá hafi rödd í kallkerfi salarins vinsamlegast beðið hana að sýna kurteisi en Silvía Nótt vitanlega haldið munnsöfnuðinum áfram, Jónatani Garðarssyni fararstjóra íslenska hópsins til mikillar skelfingar. „Þá var Svante Stockselius [þáverandi framkvæmdastjóri Eurovision] víst bara: Ef hún segir fokk einu sinni enn þá eruð þið bara „disqualified“. Og þeir [Jónatan og Gaukur Úlfarsson, ] gáfu mér merki, voru bara: Nei, nei, nei, nei! úti í sal.“ Flúðu á gríska eyju Silvía Nótt var jafnframt óspör á styggðaryrði í garð Grikkja, gestgjafa keppninnar. Það skilaði sér í óblíðum móttökum á Eurovision-sviðinu; áhorfendur púa á Silvíu Nótt áður en hún hefur upp raust sína, sem og þegar hún lýkur flutningi, eins og glögglega heyrist í upptöku af atriðinu hér fyrir neðan. Heiftin var sannarlega mikil. En var Ágústa einhvern tímann hrædd? Ekki meðan á keppninni sjálfri stóð, segir hún. En svo tók raunveruleikinn við. „Eftir keppnina þegar þetta er búið og það á að fara heim með flugvél og lenda á Keflavíkurflugvelli og fá blóm, þá hugsuðum við bara að við gætum ekki farið og tekið á móti blómum, það yrði svo ógeðslega vandræðalegt. Ég, Gaukur og Ylfa fórum á gríska eyju og sváfum þar í tvær vikur. Þetta var pínulítil eyja, mjög fáir þarna en það var maður sem spottaði mig og hljóp á eftir mér og spurði: Getur verið að þú hafir verið í Eurovision? Og ég segi já og hann er bara: Ekki vera hérna. Farðu eitthvert þar sem enginn sér þig. Það var alveg hiti, þjóðerniskenndin og allt þetta. Og fólk er skapmikið í Grikklandi. Hann taldi það ekki öruggt fyrir mig að vera á almannafæri,“ segir Ágústa. „En ég lenti í þessu líka á Íslandi. Ég var stoppuð og mér sagt að það væri maður með hníf að leita að mér. Það kostar að ögra.“ Ágústa segir einnig frá því í Eurovísi hér fyrir ofan hvernig henni varð við að heyra púað á sig á sviðinu, ræðir mögulega endurkomu Silvíu Nætur - og hugmyndir að afar djarfri endurkomu stjörnunnar sem aldrei varð. Þá rifjar Björg Magnúsdóttir upp sína reynslu af Eurovision en hún var meðal annars úti með íslenska hópnum þegar hinir umdeildu Hatarar kepptu í Ísrael. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Eurovision Eurovísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Silvía Nótt birtist landsmönnum fyrst í þáttunum Sjáumst með Silvíu Nótt sem sýndir voru á Skjáeinum. Sannkallað Silvíu Nætur-æði greip um sig, sem náði hápunkti á Eurovision-sviðinu í Aþenu 18. maí 2006. Þar flutti Silvía Nótt lagið Congratulations ásamt fríðu föruneyti en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu. Ísland komst ekki áfram á úrslitakvöldið, enda hafði Silvía Nótt gengið gjörsamlega fram af fjölmiðlamönnum, öðrum keppendum og áhorfendum dagana áður. Evrópa fattaði semsagt ekki brandarann. Ágústa Eva ræðir ótrúlega Eurovisionreynslu sína í þættinum Eurovísi hér fyrir neðan. Annar gestur þáttarins er Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona. Spjallið við Björgu og Ágústu byrjar á mínútu 6:40. „Fokking amatörs!“ Ágústa rifjar upp eina tiltekna æfingu í Eurovisionhöllinni skömmu fyrir stóru stundina. „Og það datt þarna einhver hljóðnemi og þá var það auðvitað einhverjum öðrum að kenna. Og hún [Silvía Nótt] fór þá að skamma tæknimennina fyrir að hafa ekki testað nógu vel. Svo var hún að renna sér niður skórennibrautina og datt á rassinn. Varð reiðari og reiðari yfir því hvað gekk illa hjá henni, kenndi öllum öðrum um. Hreytti í tæknimennina: Fokking amatörs. Krafðist þess að lagið yrði spilað aftur frá byrjun,“ segir Ágústa. Þá hafi rödd í kallkerfi salarins vinsamlegast beðið hana að sýna kurteisi en Silvía Nótt vitanlega haldið munnsöfnuðinum áfram, Jónatani Garðarssyni fararstjóra íslenska hópsins til mikillar skelfingar. „Þá var Svante Stockselius [þáverandi framkvæmdastjóri Eurovision] víst bara: Ef hún segir fokk einu sinni enn þá eruð þið bara „disqualified“. Og þeir [Jónatan og Gaukur Úlfarsson, ] gáfu mér merki, voru bara: Nei, nei, nei, nei! úti í sal.“ Flúðu á gríska eyju Silvía Nótt var jafnframt óspör á styggðaryrði í garð Grikkja, gestgjafa keppninnar. Það skilaði sér í óblíðum móttökum á Eurovision-sviðinu; áhorfendur púa á Silvíu Nótt áður en hún hefur upp raust sína, sem og þegar hún lýkur flutningi, eins og glögglega heyrist í upptöku af atriðinu hér fyrir neðan. Heiftin var sannarlega mikil. En var Ágústa einhvern tímann hrædd? Ekki meðan á keppninni sjálfri stóð, segir hún. En svo tók raunveruleikinn við. „Eftir keppnina þegar þetta er búið og það á að fara heim með flugvél og lenda á Keflavíkurflugvelli og fá blóm, þá hugsuðum við bara að við gætum ekki farið og tekið á móti blómum, það yrði svo ógeðslega vandræðalegt. Ég, Gaukur og Ylfa fórum á gríska eyju og sváfum þar í tvær vikur. Þetta var pínulítil eyja, mjög fáir þarna en það var maður sem spottaði mig og hljóp á eftir mér og spurði: Getur verið að þú hafir verið í Eurovision? Og ég segi já og hann er bara: Ekki vera hérna. Farðu eitthvert þar sem enginn sér þig. Það var alveg hiti, þjóðerniskenndin og allt þetta. Og fólk er skapmikið í Grikklandi. Hann taldi það ekki öruggt fyrir mig að vera á almannafæri,“ segir Ágústa. „En ég lenti í þessu líka á Íslandi. Ég var stoppuð og mér sagt að það væri maður með hníf að leita að mér. Það kostar að ögra.“ Ágústa segir einnig frá því í Eurovísi hér fyrir ofan hvernig henni varð við að heyra púað á sig á sviðinu, ræðir mögulega endurkomu Silvíu Nætur - og hugmyndir að afar djarfri endurkomu stjörnunnar sem aldrei varð. Þá rifjar Björg Magnúsdóttir upp sína reynslu af Eurovision en hún var meðal annars úti með íslenska hópnum þegar hinir umdeildu Hatarar kepptu í Ísrael. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira