„Ég hef talað mikið við Sölva“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 23:17 Logi Tómasson er með frábæran vinstri fót. Vísir/Hulda Margrét Logi Tómasson hefur spilað mjög vel í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann lagði upp mark í kvöld og var mjög sannfærandi. Bæði sóknarlega og varnarlega. Hann lætur aðra um að dæma um frammistöðu sína. „Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17