Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. maí 2023 13:01 Lögreglumönnum tókst að fanga álkuna við Costa Colón strandlengjuna. Ayuntamiento de Palos de la Frontera Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018. Fuglar Spánn Dýr Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Frá þessu greinir spænski miðilinn Diaro Du Huelva. Mazagón er strandbær í Andalúsíuhéraði og þess ber að geta að hitabylgja sem stóð þar yfir í seinasta mánuði er sú versta sem orðið hefur í áraraðir. Koma álkunnar þykir því nokkuð athyglisverð. Álkan er strandfugl af svartfuglaætt og meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Fram kemur að tilkynning hafi borist lögreglunni um ferðir fuglsins við Costa Colón strandlengjuna þann 26.apríl síðastliðinn. Lögreglumönnum tókst að fanga fuglinn og var hann fluttur samstundis til dýralæknis. Álkan var illa á sig komin eftir ferðalagið en vel var hlúð að henni hjá dýralækninum.Ayuntamiento de Palos de la Frontera Reyndist hann vera afar vannærður eftir langt og erfitt ferðalag og fékk viðeigandi aðhlynningu. Halda sig mest við Íslandsstrendur Líkt og fram kemur á vef Náttúruminjasafns Íslands er langstærsta álkubyggðin á Íslandi er undir Látrabjargi og meirihluti allra álka í heiminum finnst á Íslandi. Álkan er hér á landi frá því í enda febrúar og fram í byrjun ágúst þó hluti stofnsins haldi sig hér allt árið. Stærsta álkubyggð heims var lengi vel Stórurð undir Látrabjargi, en um 75 prósent íslenska stofnsins varp í bjarginu fram undir aldamótin. Nú er stærsta byggðin líklega í Grímsey. Álkan er að nokkru farfugl, sumar álkur fara ekki langt, halda sig á hafinu umhverfis landið, meðan aðrar halda sig á hafinu milli Íslands, Færeyja og Noregs Álkan kemur aðeins á land til að verpa. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar. Hún er í sama flokki á íslenska válistanum frá 2018.
Fuglar Spánn Dýr Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira