Lesum fyrir börnin okkar Sverrir Norland skrifar 10. maí 2023 14:30 Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Bókmenntir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun