Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2023 15:27 Ísland brýtur á EES-reglum með því að skylda erlend rútufyrirtæki til að gera tveggja daga hlé á starfsemi sinni á tíu daga fresti. Vísir/Vilhelm Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum.
Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48