„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2023 23:01 Björgvin Páll hefur mætt Ungverjalandi oftar en góðu hófi gegnir. Vísir/Vilhelm „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti