Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Í henni verður lagt mat á atriði kvöldsins, þau rýnd, dæmd - og jafnvel sett í sögulegt samhengi. Ekkert er Eurovision-vaktinni óviðkomandi og engum verður hlíft.
En þá að praktískum atriðum. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og framlög sextán landa eru um hituna. Þau eru eftirfarandi, í þessari röð: Danmörk, Armenía, Rúmenía, Eistland, Belgía, Kýpur, Ísland, Grikkland, Pólland, Slóvenía, Georgía, San Marínó, Austurríki, Albanía, Litáen og Ástralía.
Diljá stígur því á stokk sjöunda í röðinni.