Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 10:42 Fé verður brátt rekið á fjall og því er tíminn naumur. Vísir/Vilhelm Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. „Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“ Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“
Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06