Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 09:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var ánægður að heyra Ursulu von der Leyen viðurkenna sérstöðu Íslands á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur í gær. Vísir/EPA/samsett Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. Íslensk stjórnvöld hafa sóst eftir því að fá undanþágu frá nýjum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Rökin eru þau að reglurnar skaði samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem stunda tengiflug yfir Atlantshafið auk þess sem að Ísland sé háð flugsamgöngum umfram aðrar Evrópuþjóðir vegna landfræðilegrar legu sinnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti yfir skilningi á afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Ísland gæti fengið ákveðnar tilslakanir til og með 2026. „Það var mjög gott að sjá í gær að Ursula og hennar fólk í Brussel er sammála því að það verður að taka tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gerir ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til stöðu Íslands Evrópusambandið hyggst grípa til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegundum frá flugsamgöngum á allra næstu árum. Það er liður í markmiði sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 55 prósent fyrir árið 2030 til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Auk þess að gera kröfur um að flugfélög noti vistvænt eldsneyti í vaxandi mæli á næstu árum standa til breytingar á evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir (ETS). Flugfélög, sem hafa fram að þessu fengið heimildir fyrir mest alla losun sína ókeypis, þurfa nú að kaupa losunarheimildir. Ætlunin er að fríum losunarheimildum fækki um fjórðung árið 2024, um helming árið 2025 og hverfi með öllu árið 2026. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau gætu útdeilt til flugfélaga til og með 2026 á blaðamannafundi eftir fund hennar og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Tók von der Leyen fram að mikilvægt væri að Ísland gæti gefið öllum flugfélögum slíkar heimildir til þess að jafnræðis væri gætt. Þær Katrín sögðu að þessi lausn væri háð endanlegu samþykki aðildarríkja ESB og Alþingis. Bogi sagði að þó að honum væri ekki kunnugt um smáatriði þessa samkomulags þá hljómaði eins og tekið yrði tillit til sérstöðu Íslands til 2026. „Síðan á að koma nýtt kerfi 2027 sem á að jafna leikinn. Ef það gerist ekki þá hljótum við að gera ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi. Verðmunur gæti hlaupið á tugum dollara Spurður út í það hvaða áhrif það hefði á íslensk flugfélög ef Ísland fengi ekki undanþágur frá nýjum reglunum sagði Bogi að kostnaður þeirra sem reka tengimiðstöð í Keflavík hækkaði. Aukinn kostnaður hefði áhrif á verðlag. Ómögulegt væri að nefna nákvæmar upphæðir í því samhengi, það réðist af markaðsverði á losunarheimildum sem flugfélögin þyrftu að kaupa. Verðið hefur hækkað hratt undanfarin ár. „Mismunurinn á þeim sem eru að tengja hér á Íslandi eins og við og Play og félögum sem eru að fara eitthvað annað, hann getur verið einhverjir tugir dollara á hverja ferð,“ sagði Bogi en það tugir dollara gæti verið hvar sem er frá um 1.300 krónum og upp í hátt í þrettán þúsund krónur. Þetta hefði tvímælalaust áhrif á flugfélögin. „Þess vegna hafa stjórnvöld á Íslandi tekið þetta svona alvarlega og unnið mjög ötullega í þessu máli og við stutt þau,“ sagði Bogi. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Icelandair Bítið Tengdar fréttir Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sóst eftir því að fá undanþágu frá nýjum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Rökin eru þau að reglurnar skaði samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem stunda tengiflug yfir Atlantshafið auk þess sem að Ísland sé háð flugsamgöngum umfram aðrar Evrópuþjóðir vegna landfræðilegrar legu sinnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti yfir skilningi á afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Ísland gæti fengið ákveðnar tilslakanir til og með 2026. „Það var mjög gott að sjá í gær að Ursula og hennar fólk í Brussel er sammála því að það verður að taka tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gerir ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til stöðu Íslands Evrópusambandið hyggst grípa til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegundum frá flugsamgöngum á allra næstu árum. Það er liður í markmiði sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 55 prósent fyrir árið 2030 til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Auk þess að gera kröfur um að flugfélög noti vistvænt eldsneyti í vaxandi mæli á næstu árum standa til breytingar á evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir (ETS). Flugfélög, sem hafa fram að þessu fengið heimildir fyrir mest alla losun sína ókeypis, þurfa nú að kaupa losunarheimildir. Ætlunin er að fríum losunarheimildum fækki um fjórðung árið 2024, um helming árið 2025 og hverfi með öllu árið 2026. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau gætu útdeilt til flugfélaga til og með 2026 á blaðamannafundi eftir fund hennar og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Tók von der Leyen fram að mikilvægt væri að Ísland gæti gefið öllum flugfélögum slíkar heimildir til þess að jafnræðis væri gætt. Þær Katrín sögðu að þessi lausn væri háð endanlegu samþykki aðildarríkja ESB og Alþingis. Bogi sagði að þó að honum væri ekki kunnugt um smáatriði þessa samkomulags þá hljómaði eins og tekið yrði tillit til sérstöðu Íslands til 2026. „Síðan á að koma nýtt kerfi 2027 sem á að jafna leikinn. Ef það gerist ekki þá hljótum við að gera ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi. Verðmunur gæti hlaupið á tugum dollara Spurður út í það hvaða áhrif það hefði á íslensk flugfélög ef Ísland fengi ekki undanþágur frá nýjum reglunum sagði Bogi að kostnaður þeirra sem reka tengimiðstöð í Keflavík hækkaði. Aukinn kostnaður hefði áhrif á verðlag. Ómögulegt væri að nefna nákvæmar upphæðir í því samhengi, það réðist af markaðsverði á losunarheimildum sem flugfélögin þyrftu að kaupa. Verðið hefur hækkað hratt undanfarin ár. „Mismunurinn á þeim sem eru að tengja hér á Íslandi eins og við og Play og félögum sem eru að fara eitthvað annað, hann getur verið einhverjir tugir dollara á hverja ferð,“ sagði Bogi en það tugir dollara gæti verið hvar sem er frá um 1.300 krónum og upp í hátt í þrettán þúsund krónur. Þetta hefði tvímælalaust áhrif á flugfélögin. „Þess vegna hafa stjórnvöld á Íslandi tekið þetta svona alvarlega og unnið mjög ötullega í þessu máli og við stutt þau,“ sagði Bogi.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Icelandair Bítið Tengdar fréttir Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24
„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39