Hörður Axel í Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:34 Hörður Axel Vilhjálmsson handsalar samninginn við Álftanes með því að taka í spaðann á Hugin Frey Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar félagsins. Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira