„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 16:20 Pavel Ermolinskij vann titilinn í fyrra með Val gegn Tindastól. Nú freistar hann þess að vinna titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Dúi Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp. Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30