Baunaði á Boston fyrir að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 07:31 Jimmy Butler reynir að finna sendingu í sigrinum örugga gegn Boston Celtics í gærkvöld. AP/Wilfredo Lee Miami Heat er komið í þá stöðu að geta sópað Boston Celtics út í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, eftir þriðja sigurinn í gærkvöld, 128-102. Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Sjá meira
Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Sjá meira