Hvaða grunnvatn? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. maí 2023 11:01 Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun