Á vef Matvælastofnunar segir að Rætur og Vín hafi með aðstoð heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness innkallað vöruna.
Tilkynning um innköllunina barst fyrst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis á innköllunin við eftirfarandi framleiðslulotur:
- 30/05/23
- 31/05/23
- 15/06/23
- 03/08/23
- 19/08/23
- 06/09/23
- 27/10/23
- 14/11/23
- 22/12/23
- 23/12/23
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.