Þau Ólafur og Kolbrún segja bæði frá formannsskiptunum í færslum á Facebook en aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi þar sem ný stjórn var kjörin.
Ólafur þakkar í færslu Kolbrúnu fyrir afar vel unnin störf og óskarhenni jafnframt alls hins besta á komandi vegferð. „Ég hlakka til að starfa með nýrri stjórn að málum leikstjóra og þakka tiltrú minna félagsmanna. Ójá,“ segir Ólafur.
Kolbrún hefur um árabil gegnt formennsku í félaginu og hefur á ferli sínum einnig gegnt stöðu forseta BÍL – bandalags íslenskra listamanna. „Tímamót! Keflið afhent nýjum formanni Félags leikstjóra á Íslandi,“ segir Kolbrún á Facebook.
Ólafur Egill útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2002 og hefur um árabil starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri í bæði leikhúsi og kvikmyndum.
Nýja stjórn félagsins skipa þau Ólafur Egill Egilsson formaður, Ástbjörg Rut Jónsdóttir gjaldkeri, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir ritari, Rúnar Guðbrandsson og Helgi Grimur Hermannsosn meðstjórnendur. Varamenn eru Kolfinna Nikulásdóttir og Hallveig Eiríksdóttir.
Greint var frá því í apríl síðastliðinn að Kolbrún yrði sjálfkjörin formaður BHM. Hún tekur við stöðunni af Friðriki Jónssyni.