Skrefi nær því sem engum hefur tekist Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 07:30 Marcus Smart var þefvís á boltann í gærkvöld og náði að stela honum fimm sinnum af Miami-mönnum, auk þess að skora 23 stig. AP/Michael Dwyer Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Miami komst í 3-0 í einvíginu en hefur nú klúðrað tveimur tækifærum til að slá út Boston og tryggja sér einvígi við Denver Nuggets um NBA-meistaratitilinn. Engu liði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir (það hefur verið reynt 150 sinnum) en Boston er hálfnað í því verkefni og getur jafnað einvígið í Miami á morgun. Í fyrsta sinn á tímabilinu voru fjórir leikmenn Boston með yfir 20 stig í leiknum. Derrick White setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 24 stig, Marcus Smart skoraði 23 stig og stal boltanum fimm sinnum, og þeir Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 21 stig hvor. The @celtics triumph in the must-win Game 5!Jayson Tatum: 21 PTS, 11 AST, 8 REBJaylen Brown: 21 PTS, 3 STL Game 6 ECF: Saturday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/ADAqcfaJ8H— NBA (@NBA) May 26, 2023 Boston hafði áður verið með bakið uppi við vegg í tveimur leikjum gegn Philadelphia 76ers en tekist að vinna það einvígi. „Ég held að núna sé þetta orðið að seríu,“ sagði Jaylen Brown eftir sigurinn í Garðinum í nótt, fyrir framan öfluga stuðningsmenn sem kyrjuðu „Beat the Heat“ hátt í fyrsta sinn síðan í leik eitt í einvíginu. Miami á enn góða möguleika á að verða aðeins annað lið sögunnar til að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar þrátt fyrir að koma inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta lið sinnar deildar. „Við munum alltaf vera jákvæðir og vitum að við ætlum og munum vinna þessa seríu,“ sagði Jimmy Butler, lykilmaður Miami. „Við verðum bara að klára dæmið heima,“ sagði Butler. Butler skoraði 14 stig í leiknum en spilaði ekkert síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að Miami var komið 24 stigum undir, 96-72. Duncan Robinson var með 18 stig fyrir Miami og Bam Adebayo 16 en gestirnir náðu aldrei forystu í leiknum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira