„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 22:13 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. „Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira