Dortmund nægði sigur á heimavelli til að tryggja sér titilinn en gerði 2-2 jafntefli og Bayern München vann ellefta árið í röð.
Það að fyrirliði Dortmund hafi misst af leiknum segir mikið um alvarleika meiðsla hans og nú óttast menn að hann þurfi að fara í aðgerð á hné.
Hinn nítján ára gamli Bellingham átti frábæra leiktíð og var kosinn leikmaður ársins í þýsku deildinni.
Bellingham hefur verið að spila í gegnum þessi hnémeiðsli undanfarna mánuði eins og sést á hnéhlíf á vinstra hnénu hans.
Þessi meiðsli gætu mögulega sett eitthvað strik í reikninginn í sumar þegar búist er við því að Dortmund selji hann til Real Madrid fyrir risastóra upphæð.
Liverpool hafði lengi mikinn áhuga en sagðist síðan ekki hafa efni á honum og síðan hefur hann verið orðaður við bæði Manchester City og Real Madrid.
EXCL: Jude Bellingham is set to MISS England's upcoming Euro 2024 qualifiers with fears growing that the Borussia Dortmund star needs to have knee surgery
— MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2023
@DominicKing_DM https://t.co/MfdRHz46z1 pic.twitter.com/ORP5wCsFKA