Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:56 Mark Gould hlaut ellefu ára fangelsi. Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu. Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu.
Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26