Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 15:29 Parið og verðandi hjón eiga skemmtilega tíma fyrir höndum við að plana brúðkaupsgleðina. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína. „Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
„Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið